LEIÐBEININGAR FYRIR ABLER
Skráning í Abler (Sportabler) í gegnum GSM síma og/eða spjaldtölvu.
Sækja Abler appið (smáforritið) í Google play í Android símum og í Apple store í iPhone símum.
Leiðbeiningar þegar búið er að sækja forritið í símann/spjaldtölvuna:
Smella á Abler
Smella á Prófíll (neðst til hægri á skjánum)
Smella á Markaðstorg
Skrifa Hveragerðisbær í leitargluggann
Smella á Hveragerðisbæ (bæjarmerkið)
Velja Félag eldri borgara í Hveragerði
Finna námskeið sem er í boði eða viðburð
Fyrir hvern ertu að kaupa?
Velja þitt nafn
Ef verið er að skrá/greiða fyrir annan einstakling (t.d. maka)
Velja halda áfram og slá inn kt. viðkomandi
Velja greiðsluferli
Velja greiðslumáta og muna eftir að samþykkja skilmála
Staðfesta greiðslu með rafrænum skilríkjum.
Kvittun er hægt að sjá undir prófill og svo reikningar. Auk þess eiga kvittanir að koma í tölvupósti til greiðanda.