Yoga og Yoga Nidra

Yoga Nidra

Yoga Nidra með tónheilun er hugleiðsluform, þar sem iðkendur liggja á dýnu og látur fara vel um sig  undir teppi. Kennarinn leiðir þátttakendur inn í djúpa meðvitaða slökun, þar sem hugurinn er í ástandi líkt og milli svefns og vöku. Í Yoga Nidra gefst tækifæri til að losa um spennu í líkamanum, bæta svefn, lækka blóðþrýsting og styrkja andlegt jafnvægi.

Þátttakendur eiga að taka með sér teppi í tímana. 

Yoga

Yogaástundun eru nærandi tímar, þar sem boðið er upp á einfaldar yoga stöður og ávalt eftir getu hvers og eins. Yoga iðkun eykur líkamlegan styrk, þol og sveigjanleika. Hugleiðsla og öndunaræfingar í tímum, hjálpa okkur að dýpka andardráttinn og kyrra hugann. Það er aldrei of seint að byrja að ástunda yoga og allt á þínum forsendum.



Yoga og Yoga Nidra eru námskeið sem þarf að skrá sérstaklega á í gegnum Sportabler.

Ef námskeiðin er ekki inni á dagatalinu þýðir það að það sé ekki námskeið í gangi. Það verður auglýst sérstaklega.


Hér fyrir neðan birtist dagatal Félags Eldri Borgara í Hveragerði þar sem má sjá mikilvægustu upplýsingar um Vatnsleikfimi.