H.A.F Yoga í vatni

Á námskeiðinu er unnið með yoga stöður í heitari laug þar sem lögð er áhersla á einfaldar flæðisæfingar, öndun og  hugleiðslu. Yoga iðkun  í vatni slakar og styrkir sérstaklega vel á öllum djúpvöðvum, viðheldur hreyfigetu liða og losar um spennu og streitu.  Fljótandi og nærandi slökun í flotbúnaði og hugleiðsla í heitum potti, er í lok hvers tíma. 

H.A.F Yoga í vatni er námskeið sem þarf að skrá sérstaklega á í gegnum Sportabler.

Ef H.A.F Yoga í vatni er ekki inni á dagatalinu þýðir það að það sé ekki vatnsleikfimis hópur í gangi. Það verður auglýst sérstaklega.

Hópstjórar og kennarar fyrir vorönn 2025:
Steinunn Aldís Helgadóttir
Helga Björk Bjarnadóttir

Hér fyrir neðan birtist dagatal Félags Eldri Borgara í Hveragerði þar sem má sjá mikilvægustu upplýsingar um H.A.F Yoga í vatni.