Mikilvægi hreyfingar
Sá sem hreyfir sig reglulega fær þetta í kaupbæti:
Sjálfstæði – möguleikan á að búa heima sem lengst.
Vellíðan – umframorku til þess að takast á við gráan hversdagsleikann.
Félagsskap – utandyra eða innan.
Tengsl við æskuna – aukinn þrótt til þess að njóta samveru við börn og barnabörn.
Ferðagleði – er nægilega hraustur til þess að fara í langferðir.
Nýtur náttúrunnar – getur ferðast um fjöll og firnindi.
Sefur vel – fær hraustlegt og gott útlit.
(Úr bókinni: Árin eftir sextugt)
FEBH bíður upp á ýmsa hreyfingu. Hún er breytileg, en dæmi um það sem hefur verið boðið upp á eða er í boði núna: Boccia, Göngutúrar, Vatnsleikfimi, Yoga og Yoga Nidra