Félag eldri borgara Hveragerði er með opið hús alla miðvikudaga kl. 15 boðið er upp á kaffi og meðlæti. Stundum er boðið upp á stutta fyrirlestra og suma daga er bara spjallað saman, þetta hefur komið mjög vel út og hefur verið vel sótt.
Þann 26. mars 2025 kom til okkar Ásdís Guðmundsdóttir formaður Suðurlandsdeildar Blindrafélagsins og leiðsöguhundurinn hennar hún Hilda.
Ásdís fór yfir helstu aldurstengda augnsjúkdóma lagði áherslu á að fólk léti fylgjast með augnheilsu sinni svo hægt sé að koma í veg fyrir skerðingu sjónar sé það hægt. Einnig var farið yfir hvað væri í boði hjá Sjónstöðinni fyrir þá sem eru farnir að tapa sjón.
Í framtíðinni mun hópur sjónskertra hittast í Þorlákssetri einu sinni í mánuði, síðasta þriðjudag í hverjum mánuði. Næsti hittingur verður 29.apríl klukkan 13.
Ingibjörg Guðjónsdóttir mun halda utan um hópinn.