Ljósmyndahópurinn HVER

Hvað er HVER?

Hópur áhugaljósmyndara og félaga eldri borgara í Hveragerði.

Hópurinn var stofnaður í mars 2020 í húsi FEBH Þorláksetri.

Fyrstu tvö árin var hópurinn eingöngu starfandi á fésbókinni vegna samkomutakmarkanna af völdum Covid. Áhugasamir félagarnir nýttu síma og tölvur til að vinna verkefni og halda sambandi. Þemavinna, hvatning, lífsleikni og gleði var leiðarljós.

Þegar samkomubanni létti tók HVER snarlega kipp eins og goshver.

HVER og einn 14 félaga, mættu í Þorlákssetur með bros og gleði, stóra drauma og hugmyndir. Það voru allskonar erfiðleikar og áskoranir sem félagarnir tókust á við.

Þegar við horfum yfir þann tíma, sem HVER hefur starfað fyllumst undrun og gleði yfir öllu því sem við höfum áorkað og lært, ánægjulegum myndum og minningum. Starfsbókin okkar kemur sér vel, þegar minnið daprast. Við fundum vikulega og höfum gaman saman.

Hér eru nokkur dæmi um það sem gert hefur verið:

Oft höfum við í HVER, vakið athygli starfseminni og sagt frá henni. Við erum tilbúin að leiðbeina fólki við að stofna annan ljósmyndahóp.

Nú er enn á ný goskraftur í HVER. Stefnt er á ljósmyndasýningu í nóvember 2024 í bókasafninu í Hveragerði.

Með bestu kveðjum og ósk um gott og gleðilegt samstarf í FEBH.

16. apríl 2024

Margrét Magnúsdóttir.

Hópstjórar og kennarar fyrir vorönn 2025:
Margrét Magnúsdóttir
Sesselja Guðmundsdóttir
Bergrún Sigurðardóttir

Hér fyrir neðan birtist dagatal Félags Eldri Borgara í Hveragerði þar sem má sjá mikilvægustu upplýsingar um Ljósmyndahópinn.